Áfram útivistarfólk

Hvaða umhverfisofbeldissinnar eru í þessari stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs - eru þetta kannski lattelepjandi lopapeysulið sem fer aldrei út úr 101 Reykjavík og vill að öll umferð sé annað hvort gangandi eða á hjólum. 
mbl.is Mótmæla reglum um þjóðgarðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þarna lýsirðu þeim rétt.

Kveðja, Björn bóndi  

Sigurbjörn Friðriksson, 2.10.2010 kl. 12:27

2 identicon

Hví þarf að gera lopapeysu að neikvæðri táknmynd?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 12:47

3 Smámynd: Guðjón Ó.

Það er gamaldags hugsunarháttur (miðja 20. öld) að láta bíla vaða yfir alla náttúruna okkar. Þetta er hvergi leyft í hinum siðmenntaða heimi. Vöknum upp. Það er 21. öld og við verðum að varðveita náttúruna okkar. Nóg höfum við eyðilagt.

Guðjón Ó., 2.10.2010 kl. 13:04

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Guðjón Ó ert þú nokkuð lattelepjandi íbúi í 101.

Hvað með þá sem ekki geta vegna fötlunar gengið á þessa staði eiga þeir að vera kaffihúsinu með þér. 

Sigurður Sigurðsson, 2.10.2010 kl. 13:11

5 Smámynd: Guðjón Ó.

Sigurður, eigum við þá að leyfa fötluðum að aka út um allt t.d. inn í Öskju, en þar er bílaumferð bönnuð. Bann sem hefur tekist vel að mati þeirra sem þangað fara.  Nei ég er ekki íbúi í 101 - fer helst ekki þangað. Þar að auki fer ég mjög sjaldan í kaffihús. Vil gera annað með peninganna. Hef þó gaman af að ganga og hjóla um landið okkar og hef meðal annars gengið um Vonarskarð og leið þvert yfir landið. Kyrrðin þar er óvenju mikil og verður öræfakyrrðin ein mesta verðmæti landins í framtíðinni. Ferðamenn framtíðarinnar verða tilbúnir að greiða góðar upphæðir til að upplifa slíkt.

Guðjón Ó., 2.10.2010 kl. 13:54

6 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Guðjón, ég veit nú ekki alveg hver þín skilgreining á "allri náttúrunni" er en bílar hafa ekki verið að aka yfir mína skilgreiningu á allri náttúrunni heldur hafa þeir haldið sig á þess til gerðum vegum og vegaslóðum,  þó að einstaka ökumenn sem hafa farið í "offroad" þá er óþarfi að setja alla jeppamenn undir sama hatt.  Og ég veit ekki nema að Þjóðgarðar í Bandaríkjunum séu með bæði malbikuðum og ómalbikuðum vegaslóðum til að komast leiðar sinnar innan,  enda erum við að tala um fleiri hundruð ef ekki þúsundir ferkílómetra og að fara fótgangandi um þannig þjóðgarða er firra.

Alltílagi að banna utanvegsakstur í hófi, en við erum að tala um að það á að loka vegaslóðum sem hafa verið notaðir í tugi ára af ökumönnum og hestamönnum ..  og á núna að banna öllum að fara um þá nema fótgangandi.

Jóhannes H. Laxdal, 2.10.2010 kl. 14:42

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek undir ábendingu nafna míns um öræfakyrrðina. Eðlilega á Vonarskarð að vera laust við hávaða frá vélknúnum ökutækjum. Einhvers staðar verður að draga mörkin!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.10.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Theo - Gjöf Guðs

Höfundur

Theo
Theo
Gamall refur - stundum úlfur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband