Færsluflokkur: Bloggar
17.3.2009 | 10:16
Þér úrtölumenn
Þið úrtölumenn, eigum við ekki bara að læsa þjóðina í heljargreipum fátæktar næstu áratugina, þannig að enginn hafi efni á neinu. Greiðsluaðlögun fyrir einhverja útvalda gerir ekki neitt til að koma okkur út úr þessum þrengingum. Eina leiðin er að færa niður skuldir heimilanna. Ef það er ekki gert þýðir það einfaldlega að enginn kaupir neitt , gerir neitt og þjóðfélagið molnar innafrá. Er það svoleiðis sem þið viljið hafa það? Eflaust væri hægt að setja einhver þök og gólf á þessar aðgerðir. Við verðum að horfast í augu við að sumir eru of langt leiddir til að hægt sé að bjarga þeim og aðrir þótt skuldsettir séu eru með þannig eignastöðu að þeir þurfa enga hjálp. Við verðum að viðurkenna að við búum við aðstæður sem eiga sér engin fordæmi og engar þekktar leiðir eru til út úr þessum ógöngum. Því ber að fagna frjóum hugum sem eru þó að reyna að finna leiðir. Ég hvet alla til að líta í eigin barm og spyrja sig hvað maður þarf sjálfur til að komast af, en ekki að hugsa um hvað Jón í næsta húsi mundi hugsanlega fá út úr þessu.
Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2009 | 14:54
Lítillátur, ljúfur, kátur
Merkilegt hvað litlu sjálfstæðisbullurnar eru farnar að láta bera á sér. Sigurður Kári, Ragnheiður Elín, Birgir og svo maður gleymi nú ekki þeirri frómu frú sem ætlar sér mikinn innan flokksins henni Sigríði Andersen. Mér er til efs að leiðinlegra og sjálfhverfara fólk fyrirfinnist á ísa köldu landi. Segi bara eins og Geirharður "Guð blessi Ísland", tala nú ekki um ef framangreint lið kemst til áhrifa, þá á það svo sannarlega við.
Birgir upplýsi hvar hann frétti af tölvupósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 11:35
Flottur Skúli
Orð í tíma töluð. Við höfum nógu lengi verið í þessari gíslingu. Það er gersamlega út í hött að Evrópusambandið sé "persona non grata" í munni sjálfstæðismanna. Sem betur fer virðast nokkrir úr þeim hópi vera að vitkast. Annars legg ég bara til að við biðjum Dani afsökunar á þessum leiðu mistökum sem urðu 17. júní 1944 og biðjum þá að taka við okkur aftur. Það hefur sýnt sig á þessum árum frá þeim degi að okkar forystusauðir hafa hvorki getu né siðferðilegan styrk til að höndla með framtíð þjóðarinnar, allt miðar að því að hygla sjálfum sér og sínum einkavinum. Og að lokum "Upp, upp mín sál".........
Þjóðin í gíslingu Sjálfstæðisflokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Theo - Gjöf Guðs
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar